Innlent

Hand­teknir vegna líkams­á­rása í borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru um hundrað mál skráð hjá lögreglu milli hlukka 17 í gær og fimm í morgun.
Alls voru um hundrað mál skráð hjá lögreglu milli hlukka 17 í gær og fimm í morgun. Vísir/vilhelm
Lögregla handtók í gærkvöldi tvo einstaklinga vegna líkamsárása í borginni. Fyrri tilkynningin barst skömmu eftir klukkan 22 þegar maður var handtekinn í hverfi 110 í Reykjavík. Hafi maðurinn verið vistaður í fangageymslu, en ekki er vitað um meiðsl fórnarlamdsins.

Síðari tilkynningin barst lögreglu klukkan 0:40 og var maður handtekinn í miðborginni vegna gruns um líkamsárás. Maðurinn var færður í fangageymslu og eru meiðsl fórnarlambsins sögð minniháttar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þar segir ennfremur að töluvert hafi verið um tilkynningar vegna veðurs, en mikið var um foktjón. Segir í dagbók lögreglu að þakplötur, gler í gluggum, fiskikör og fleira hafi víða fokið. Þá voru opnir gluggar og hurðir að losna og voru björgunarsveitir duglegar að aðstoða lögreglu.

Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Alls voru um hundrað mál skráð hjá lögreglu milli hlukka 17 í gær og fimm í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×