Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Rætt er við sérfræðing í forvörnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem segir samspil margra þátta valda slíkum árangri.

Einnig verður staðan tekin á Laugaveginum, þar sem sjö verslanir hafa hætt rekstri frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðamótin, vegna samdráttar í rekstri.

Fjallað verður um kosningaúrslitin í Finnlandi, staðan tekin á breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes og rætt við menntamálaráðherra sem segir öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra, en mikið hefur verið fjallað um mál einhverfrar stúlku sem kemst ekki í skólann vegna skorts á þjónustu.

Þetta og ýmislegt annað í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×