Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Rætt er við sérfræðing í forvörnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem segir samspil margra þátta valda slíkum árangri.

Einnig verður staðan tekin á Laugaveginum, þar sem sjö verslanir hafa hætt rekstri frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðamótin, vegna samdráttar í rekstri.

Fjallað verður um kosningaúrslitin í Finnlandi, staðan tekin á breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes og rætt við menntamálaráðherra sem segir öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra, en mikið hefur verið fjallað um mál einhverfrar stúlku sem kemst ekki í skólann vegna skorts á þjónustu.

Þetta og ýmislegt annað í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.