Innlent

Forseti Íslands fer Píslargöngu umhverfis Mývatn

Andri Eysteinsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson er meðal þáttakenda í 25. píslargöngunni.
Guðni Th. Jóhannesson er meðal þáttakenda í 25. píslargöngunni. Aðsend/Soffía Jónsdóttir
Tæplega hundrað manns, þar á meðal Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, lögðu af stað í hina árlegu Píslargöngu umhverfis Mývatn. Þátttakendur eru ýmist gangandi, á hjólum eða á hjólaskíðum.Píslargangan er nú haldin í 25 sinn og er leiðin sem farin er 36 km löng og fer hver á sínum forsendum og hraða.Áður en að garparnir héldu af stað hafði Sr. Örnólfur Ólafsson á Skútustöðum sungið morguntíðir í Reykjahlíðarkirkju, Sr. Örnólfur mun svo lesa Passíusálma í Skútustaðakirkju nú klukkan 11.Fallegt veður er í Mývatnssveit, úrkomulaust og 13 stiga hiti. Bjart og þurrt eins og fram kom í hugleiðingum veðurfræðings í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.