Innlent

Saumuðu hundrað sinnum út: „Ég er að deyja“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Kristín Gunnlaugsdóttir listakona bauð fólki á vinnustofuna sína í dag við að aðstoða sig við að sauma setninguna „Ég er að deyja" sem kemur fyrir alltað hundrað sinnum í nýju verki eftir hana.

Ég ákvað að nota tækifærið á föstudaginn langa að sauma og viðbrögðin hafa verið frábær, það hafa greinilega margir þörf á að koma og sauma og taka þátt í deginum á þesnnan hátt á föstudaginn langa. Það verður til skemmtileg samvinna, mæðgur og frænkur, mæðgin sem unnu afar vel saman þannig að drengurinn var hinum megin við strigann og rétti móður sinni nálina.“

Verkið er hluti af sýningu sem verður í Menningarhúsinu í Fljótsdalshéraði á Egilsstöðum í júní. Þemað er sótt í harmleik frá nítjándu öld en vísar líka í hversu grábrotslegt það getur í raun verið að vera manneskja en á sýningunni verða t.d. útsaumuð verk með setningum eins og „Djöfull er ég feit,“ „Það er bara eitt orð eftir og ég þori ekki að segja það,“ og „Ég alaðist upp við svo góða íslensku“.

Kristín segir að setningarnar séu oft eitthvað sem megi ekki segja en flestir segi einhvern tíma og tilheyri því að vera manneskja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.