Innlent

Þjóðin kjósi um aðild að NATO

Sveinn Arnarsson skrifar
Andrés Ingi, þingmaður Vinstri grænna.
Andrés Ingi, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið/eyþór

Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þannig fái landsmenn að segja til um hvort Ísland verði áfram aðili að NATO.

Ísland hefur verið í NATO í sjö áratugi. Mikil mótmæli voru á Austurvelli 30. mars 1949 er Alþingi samþykkti að Ísland yrði stofnaðili.

„Það er löngu kominn tími til að leiða til lykta kröfu fólks á Austurvelli 1949 um að þjóðin sjálf fái að taka ákvörðun um aðild að NATO og stríðsrekstri þess,“ segir í ályktun þingmanna VG.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.