Eftirlitsnefnd vill svör frá Reykjavíkurborg Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 07:00 Eyþór segir að Braggamálið hefði ekki komið upp ef ábendingum innri endurskoðunar hefði verið fylgt þremur árum áður. Vísir/vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum sem koma ekki fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um Braggamálið svokallaða. Bréfið kom fram á fundi borgarráðs fyrir helgi og er nú á borði fjármálaskrifstofu borgarinnar sem hefur 30 daga til að bregðast við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sjaldgæft að eftirlitsnefndin þurfi að óska eftir upplýsingum um einstök mál frá sveitarfélögum.Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton Brink„Þarna er verið að kalla eftir ástæðum þess að ekki var brugðist við ábendingum innri endurskoðunar um útgjöld. Í Braggamálinu var farið langt fram úr heimildum og ef það hefði verið farið eftir þessum ábendingum þá hefði Braggamálið og önnur slík ekki getað komið fyrir,“ segir Eyþór. „Eftirlitsnefndin, ég og margir borgarbúar viljum vita hvernig þetta gat gerst þegar það var búið að benda á að málin voru í ólestri.“ Í úttekt innri endurskoðunar frá 2015 um Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem hafði umsjón með framkvæmdunum á Nauthólsvegi 100, voru settar fram ábendingar um atriði sem mættu betur fara. Í Braggaskýrslunni svokölluðu, sem kom út rétt fyrir jól, kom fram að ekki hefðu verið gerðar fullnægjandi úrbætur vegna ábendinganna frá 2015. Vill því nefndin fá að vita hver eftirfylgnin hafi verið af hálfu innri endurskoðunar, hvort ábendingarnar hafi borist endurskoðunarnefnd og ytri endurskoðendum borgarinnar. Í bréfi sem sent var til borgarinnar í síðustu viku er einnig óskað eftir upplýsingum um reglur sem heimila tilfærslu fjárheimilda milli verkefna og um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar var með umsjón með Braggaverkefninu við Nauthólsveg 100 sem er búið að kosta meira en 400 milljónir. Ákveðið var í kjölfarið að leggja skrifstofuna niður þann 1. júní næstkomandi. Enn er eftir að klára úrbætur varðandi langstærstan hluta ábendinganna. „Á þremur árum var bætt úr sex af þrjátíu,“ segir Eyþór. „Kerfið er orðið svo flókið að ekki er farið eftir ábendingum sem kerfið sjálft bendir á og boðleiðirnar eru orðnar svo langar að stór mál hreinlega gleymast.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41 Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15 Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum sem koma ekki fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um Braggamálið svokallaða. Bréfið kom fram á fundi borgarráðs fyrir helgi og er nú á borði fjármálaskrifstofu borgarinnar sem hefur 30 daga til að bregðast við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sjaldgæft að eftirlitsnefndin þurfi að óska eftir upplýsingum um einstök mál frá sveitarfélögum.Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton Brink„Þarna er verið að kalla eftir ástæðum þess að ekki var brugðist við ábendingum innri endurskoðunar um útgjöld. Í Braggamálinu var farið langt fram úr heimildum og ef það hefði verið farið eftir þessum ábendingum þá hefði Braggamálið og önnur slík ekki getað komið fyrir,“ segir Eyþór. „Eftirlitsnefndin, ég og margir borgarbúar viljum vita hvernig þetta gat gerst þegar það var búið að benda á að málin voru í ólestri.“ Í úttekt innri endurskoðunar frá 2015 um Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem hafði umsjón með framkvæmdunum á Nauthólsvegi 100, voru settar fram ábendingar um atriði sem mættu betur fara. Í Braggaskýrslunni svokölluðu, sem kom út rétt fyrir jól, kom fram að ekki hefðu verið gerðar fullnægjandi úrbætur vegna ábendinganna frá 2015. Vill því nefndin fá að vita hver eftirfylgnin hafi verið af hálfu innri endurskoðunar, hvort ábendingarnar hafi borist endurskoðunarnefnd og ytri endurskoðendum borgarinnar. Í bréfi sem sent var til borgarinnar í síðustu viku er einnig óskað eftir upplýsingum um reglur sem heimila tilfærslu fjárheimilda milli verkefna og um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar var með umsjón með Braggaverkefninu við Nauthólsveg 100 sem er búið að kosta meira en 400 milljónir. Ákveðið var í kjölfarið að leggja skrifstofuna niður þann 1. júní næstkomandi. Enn er eftir að klára úrbætur varðandi langstærstan hluta ábendinganna. „Á þremur árum var bætt úr sex af þrjátíu,“ segir Eyþór. „Kerfið er orðið svo flókið að ekki er farið eftir ábendingum sem kerfið sjálft bendir á og boðleiðirnar eru orðnar svo langar að stór mál hreinlega gleymast.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41 Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15 Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41
Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15
Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16