Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:16 Dagur segir fjármál Reykjavíkurborgar góð og hefur áhyggjur af þeirri umræðuhefð sem nú hefur skapast í borginni. Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira