Innlent

Greiddu með hverjum farþega

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Akranes á siglingu milli Akraness og Reykjavíkur.
Akranes á siglingu milli Akraness og Reykjavíkur. vísir/anton brink
Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar við hvern farþega í tilraun með siglingar þeirra á milli árið 2017 nam átta þúsund krónum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að betur hefði farið á því að niðurgreiða almenningssamgöngur á landi.

Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins lögðu fram fyrirspurn í borgarráði í febrúar þar sem óskað var upplýsinga um fjölda farþega í flóasiglingum Sæferða árið 2017.

Um var að ræða samning milli Sæferða ehf., borgarinnar og Akraneskaupstaðar um tilraunaverkefni til hálfs árs þar sem sveitarfélögin tvö lögðu alls 30 milljónir króna til stuðnings verkefninu.

Svar barst á fimmtudag þar sem segir að frá og með júní til og með nóvember 2017 hafi ferjan flutt alls 3.652 farþega. Góður rómur var gerður að ferjusiglingunum meðal notenda á sínum tíma en verkefnið sigldi í strand. Ferjan stóðst ekki kröfur og var skilað til Noregs.

Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins svíður kostnaðurinn og reiknast þeim til að sveitarfélögin hafi, miðað við farþegafjölda, greitt 8.050 krónur með hverjum sæfara og segja í bókun:

„Þessir fjármunir hefðu nýst betur í almenningssamgöngur á landi, enda er hér mikil niðurgreiðsla á hvern farmiða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×