Vonar að samningar klárist í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 09:10 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands segist vona að gengið verði frá samningum í dag. Þó þurfi ekki mikið út af að bregða til þess að lengist í ferlinu. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er m.a. gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda, sem funda með samningsaðilum í dag. „Þetta er auðvitað mikill áfangi að hafa skrifað undir þessa viljayfirlýsingu í gær um línur kjarasamnings en auðvitað skiptir þetta miklu máli í dag hvernig stjórnvöld koma að þessu, þannig að þetta byggist mjög mikið á því. En við erum mjög ánægð með að þetta hafi tekist svona að ná þessum áfanga. […] Stjórnvöld skipta miklu máli í dag,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Hann segist jafnframt bjartsýnn á að málið verði leitt til lykta. Stjórnvöld þurfi þó að koma með ýmislegt að borðinu í dag. „Það er náttúrulega það sem við höfum verið að ræða um, húsnæðismálin, skattamálin. Við erum að ræða um allt mögulegt sem hefur verið að ræða í þeim pakka sem menn hafa verið að ræða nú undanfarið. Og það er svo margt í þeim pakka, barnabætur og fleira og fleira og fleira. Þannig að þetta er mjög víðfemt sem menn hafa verið að ræða,“ Björn segir erfitt að segja til um það hversu langan tíma muni taka að ganga frá kjarasamningum. „Maður veit aldrei hvað þetta getur tekið langan tíma en það er alltaf þannig að hlutirnir geta tekið stuttan tíma. Svo þarf ekki mikið að koma upp á til þess að það lengist. En ég er að vona að þetta gæti klárast í dag.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands segist vona að gengið verði frá samningum í dag. Þó þurfi ekki mikið út af að bregða til þess að lengist í ferlinu. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er m.a. gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda, sem funda með samningsaðilum í dag. „Þetta er auðvitað mikill áfangi að hafa skrifað undir þessa viljayfirlýsingu í gær um línur kjarasamnings en auðvitað skiptir þetta miklu máli í dag hvernig stjórnvöld koma að þessu, þannig að þetta byggist mjög mikið á því. En við erum mjög ánægð með að þetta hafi tekist svona að ná þessum áfanga. […] Stjórnvöld skipta miklu máli í dag,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Hann segist jafnframt bjartsýnn á að málið verði leitt til lykta. Stjórnvöld þurfi þó að koma með ýmislegt að borðinu í dag. „Það er náttúrulega það sem við höfum verið að ræða um, húsnæðismálin, skattamálin. Við erum að ræða um allt mögulegt sem hefur verið að ræða í þeim pakka sem menn hafa verið að ræða nú undanfarið. Og það er svo margt í þeim pakka, barnabætur og fleira og fleira og fleira. Þannig að þetta er mjög víðfemt sem menn hafa verið að ræða,“ Björn segir erfitt að segja til um það hversu langan tíma muni taka að ganga frá kjarasamningum. „Maður veit aldrei hvað þetta getur tekið langan tíma en það er alltaf þannig að hlutirnir geta tekið stuttan tíma. Svo þarf ekki mikið að koma upp á til þess að það lengist. En ég er að vona að þetta gæti klárast í dag.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30