Leit að hollensku fjársjóðsskipi heldur áfram Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2019 18:42 Skeiðarársandur. Mynd/Hilmar Bender Leit að gullskipi á Skeiðarársandi hefur hvergi nærri verið hætt. Þetta sagði Gísli Gíslason lögfræðingur sem hefur ekki gefist upp á þessu fjársjóðsævintýri þrátt fyrir nokkrar flækjur en rætt var við Gísli í Reykjavík síðdegis í dag. Fram kom í fréttum í apríl 2016 að leit hefðist að nýju að skipinu, sem Gísli hefði umsjón með með hjálp erlends fjármagns. Leitað hefur verið að skipinu áður og var gerð viðamikil leit að því á 9. áratug síðustu aldar, en með tækniþróun hafa aðstæður breyst mikið. Til stóð hjá Gísla að hefja leit síðasta sumar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram, en til stóð að nota dróna í leitinni. Leitinni hefur þó seinkað vegna þess að þeir drónar sem til stóð að nota við leitina eru hernaðardrónar, sem ekki eru seldir nema til vinveittra ríkja fyrirtækisins, sem staðsett er í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Fara átti yfir þau gögn sem dróninn safnaði yfir veturinn og reyna að finna einhverjar vísbendingar um strönduð skip sem gætu líkst gullskipinu, en Gísli telur hátt í 100 skip hafa strandað við Skeiðarársand. Þá stóð til að fá leifi til að ná í sýni úr skipinu til að rannsaka. Skipið strandaði við Skeiðarársand árið 1667 en um er að ræða hollenskt kaupskip sem var á leið til Hollands frá Austur-Indíum í fylgd þriggja herskipa, en er það talið merki um að farmur skipsins hafi innihaldið mikil verðmæti. Aðspurður um farm skipsins sagði Gísli að um borð hafi leynst silki, krydd, góðmálmar og orðrómur hafi heyrst að um borð væru þrjú tonn af demöntum. Gísli segist ekki ætlast til að fá nokkurn hlut gersemanna, né neinn fjárfest hann, finnist skipið, enda eigi íslenska ríkið allt sem grafið er í jörðu og er yfir hundrað ára gamalt. Hann telur þó að einhver málaferli gætu farið af stað, þar sem hollenska ríkið gerði tilkall til gersemanna sem um eru um borð í skipinu. Skipaleitin er þó ekki eina ævintýrið sem Gísli hefur á prjónunum, en hann er á lista hjá fyrirtækinu Virgin Galactic sem vinnur nú hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem til þess eru búnar að flytja ósérhæfða farþega út í geim. Til stóð að ferðin sem Gísli færi yrði árið 2016 en því seinkaði þegar fyrsta tilraunaflug verkefnisins sprakk á leiðinni upp. Fornminjar Holland Hornafjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Leit að gullskipi á Skeiðarársandi hefur hvergi nærri verið hætt. Þetta sagði Gísli Gíslason lögfræðingur sem hefur ekki gefist upp á þessu fjársjóðsævintýri þrátt fyrir nokkrar flækjur en rætt var við Gísli í Reykjavík síðdegis í dag. Fram kom í fréttum í apríl 2016 að leit hefðist að nýju að skipinu, sem Gísli hefði umsjón með með hjálp erlends fjármagns. Leitað hefur verið að skipinu áður og var gerð viðamikil leit að því á 9. áratug síðustu aldar, en með tækniþróun hafa aðstæður breyst mikið. Til stóð hjá Gísla að hefja leit síðasta sumar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram, en til stóð að nota dróna í leitinni. Leitinni hefur þó seinkað vegna þess að þeir drónar sem til stóð að nota við leitina eru hernaðardrónar, sem ekki eru seldir nema til vinveittra ríkja fyrirtækisins, sem staðsett er í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Fara átti yfir þau gögn sem dróninn safnaði yfir veturinn og reyna að finna einhverjar vísbendingar um strönduð skip sem gætu líkst gullskipinu, en Gísli telur hátt í 100 skip hafa strandað við Skeiðarársand. Þá stóð til að fá leifi til að ná í sýni úr skipinu til að rannsaka. Skipið strandaði við Skeiðarársand árið 1667 en um er að ræða hollenskt kaupskip sem var á leið til Hollands frá Austur-Indíum í fylgd þriggja herskipa, en er það talið merki um að farmur skipsins hafi innihaldið mikil verðmæti. Aðspurður um farm skipsins sagði Gísli að um borð hafi leynst silki, krydd, góðmálmar og orðrómur hafi heyrst að um borð væru þrjú tonn af demöntum. Gísli segist ekki ætlast til að fá nokkurn hlut gersemanna, né neinn fjárfest hann, finnist skipið, enda eigi íslenska ríkið allt sem grafið er í jörðu og er yfir hundrað ára gamalt. Hann telur þó að einhver málaferli gætu farið af stað, þar sem hollenska ríkið gerði tilkall til gersemanna sem um eru um borð í skipinu. Skipaleitin er þó ekki eina ævintýrið sem Gísli hefur á prjónunum, en hann er á lista hjá fyrirtækinu Virgin Galactic sem vinnur nú hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem til þess eru búnar að flytja ósérhæfða farþega út í geim. Til stóð að ferðin sem Gísli færi yrði árið 2016 en því seinkaði þegar fyrsta tilraunaflug verkefnisins sprakk á leiðinni upp.
Fornminjar Holland Hornafjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira