Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. apríl 2019 06:00 Fortnite-spilarar í Las Vegas spila saman í góðum hópi. Fortnite-deild KR gæti orðið til verði hugmyndinni hrint í framkvæmd. NordicPhotos/GETTY „Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira