Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. apríl 2019 06:00 Fortnite-spilarar í Las Vegas spila saman í góðum hópi. Fortnite-deild KR gæti orðið til verði hugmyndinni hrint í framkvæmd. NordicPhotos/GETTY „Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira