Fótbolti

Tímabil Axels búið eftir rúmt korter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel hefur leikið tvo A-landsleiki.
Axel hefur leikið tvo A-landsleiki. vísir/vilhelm
Miðvörðurinn Axel Óskar Andrésson leikur ekki meira með norska liðinu Viking á tímabilinu.

Mosfellingurinn meiddist í leik Viking og Kristiansund í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar um helgina og fór af velli eftir aðeins 16 mínútur. Viking vann leikinn, 2-0.

Fyrst í stað var búist við því að Axel myndi missa af 1-2 mánuðum. Meiðslin eru hins vegar alvarlegri en gert var ráð fyrir.

Axel lék sem lánsmaður með Viking í norsku B-deildinni seinni hluta síðasta tímabils. Norska félagið keypti hann svo frá Reading á Englandi í lok síðasta árs. Axel skrifaði undir þriggja ára samning við Viking sem er nýliði í norsku úrvalsdeildinni.

Axel, sem er 21 árs, lék sína fyrstu A-landsleiki í janúar. Hann á fjölda leikja að baki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×