Skúli reiknar með að tapa sjálfur fjórum milljörðum á falli WOW Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2019 17:15 Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist hafa fjárfest fyrir um fjóra milljarða króna í félaginu frá stofnun. Hann segir ljóst að hann muni fá lítið sem ekkert af því til baka. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Skúli sendi fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 17 í dag. Í greininni fer hann yfir aðdraganda falls WOW og hvað hafi orðið til þess að félagið fór í þrot. Í greininni segist hann hafa verið sannfærður um að WOW air væri á réttri leið svo hann hafi lánað WOW air 600 milljónir króna í janúar 2018. „Jafnframt fjárfesti ég aftur fyrir um 750 milljónir króna í skuldabréfaútboðinu í september 2018 ásamt öðrum fjárfestum. Til að geta tekið þátt í skuldabréfaútboðinu fór ég í persónulega ábyrgð og veðsetti bæði húsið mitt og jörð í Hvalfirði. Ég mun að öllum líkindum þurfa að selja hvort tveggja til að standa undir mínum persónulegu skuldbindingum og ábyrgðum vegna WOW air. Ég hef því lagt allt undir í þessari vegferð,“ segir Skúli í greininni. Hann segir að velgengni félagsins á árunum 2015 og 2016 hafi átt þátt í að stjórnendur WOW air hafi farið fram úr sér. Eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að fara aðra leið.Ýmsar ástæður Skúli segir að ákvörðunin um að fljúga til fjarlægari staða og að taka í notkun stóru Airbus-þotanna hafi verið átt sinn þátt í hvernig fór. Sömuleiðis hafi félagið fjarlægst lággjaldastefnuna sem hafi aukið flækjustig og undirliggjandi kostnað. Félagið hefði átt að halda í það að vera hreinræktað lággjaldaflugfélag. Sömuleiðis hefði félagið átt að sækja fjármagn byggt á góðum árangri félagsins 2015 og 2016 til að styrkja eiginfjárgrunn félagsins.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm„Síðast en ekki síst hefur ytra umhverfi flugfélaga verið mjög erfitt undanfarið ár og sjaldan hafa fleiri flugfélög farið í þrot eins og undanfarna mánuði. Þar vegur hækkandi olíuverð þungt en það fór í hæstu hæðir skömmu eftir skuldabréfaútboðið okkar sem hafði veruleg neikvæð áhrif á allar okkar áætlanir. Jafnframt hafði gjaldþrot Primera Air skömmu eftir að við kláruðum skuldabréfaútboðið okkar verulega neikvæð áhrif,“ segir Skúli.Mun þurfa að lifa með ákvörðunum sínum Skúli segir það óhemju erfitt og sorglegt að horfa á eftir WOW air. „Ég elskaði þetta félag, fólkið okkar og það sem við stóðum fyrir og vorum að byggja upp. […] Það liggur fyrir að beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af starfsemi WOW air nemur hundruðum milljarða undanfarin ár. Við vorum á góðri leið með að klára viðsnúning félagsins og að koma okkur aftur í sama búning og við vorum í á árunum 2015 og 2016 en því miður gafst ekki tími til að klára fjármögnun félagsins. Við reyndum allt sem við mögulega gátum til að forða félaginu frá gjaldþroti en það tókst því miður ekki. Ég mun þurfa að lifa með þeim ákvörðunum sem ég tók alla tíð en það sem mér þykir verst er að hafa brugðist öllu því fólki sem stóð með mér og barðist fram í rauðan dauðann við að bjarga félaginu. Þetta var og er einstakur hópur sem var heiður og forréttindi að fá að vinna með. Þrátt fyrir hvernig fór mun ég ávallt vera stoltur af því sem við gerðum. Ég vona innilega að allt það sem við lögðum í félagið og sú mikla reynsla og þekking sem hefur orðið fari ekki forgörðum. Ég vona líka að þrátt fyrir hvernig fór að þetta ævintýri okkar letji ekki aðra frumkvöðla frá því að láta drauma sína rætast,“ segir Skúli í greininni. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air Það er eðlilegt og viðbúið að það verði fjallað mikið um WOW air næstu misserin, mikinn vöxt og fall félagsins og aðdragandann að því. 3. apríl 2019 16:58 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist hafa fjárfest fyrir um fjóra milljarða króna í félaginu frá stofnun. Hann segir ljóst að hann muni fá lítið sem ekkert af því til baka. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Skúli sendi fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 17 í dag. Í greininni fer hann yfir aðdraganda falls WOW og hvað hafi orðið til þess að félagið fór í þrot. Í greininni segist hann hafa verið sannfærður um að WOW air væri á réttri leið svo hann hafi lánað WOW air 600 milljónir króna í janúar 2018. „Jafnframt fjárfesti ég aftur fyrir um 750 milljónir króna í skuldabréfaútboðinu í september 2018 ásamt öðrum fjárfestum. Til að geta tekið þátt í skuldabréfaútboðinu fór ég í persónulega ábyrgð og veðsetti bæði húsið mitt og jörð í Hvalfirði. Ég mun að öllum líkindum þurfa að selja hvort tveggja til að standa undir mínum persónulegu skuldbindingum og ábyrgðum vegna WOW air. Ég hef því lagt allt undir í þessari vegferð,“ segir Skúli í greininni. Hann segir að velgengni félagsins á árunum 2015 og 2016 hafi átt þátt í að stjórnendur WOW air hafi farið fram úr sér. Eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að fara aðra leið.Ýmsar ástæður Skúli segir að ákvörðunin um að fljúga til fjarlægari staða og að taka í notkun stóru Airbus-þotanna hafi verið átt sinn þátt í hvernig fór. Sömuleiðis hafi félagið fjarlægst lággjaldastefnuna sem hafi aukið flækjustig og undirliggjandi kostnað. Félagið hefði átt að halda í það að vera hreinræktað lággjaldaflugfélag. Sömuleiðis hefði félagið átt að sækja fjármagn byggt á góðum árangri félagsins 2015 og 2016 til að styrkja eiginfjárgrunn félagsins.Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm„Síðast en ekki síst hefur ytra umhverfi flugfélaga verið mjög erfitt undanfarið ár og sjaldan hafa fleiri flugfélög farið í þrot eins og undanfarna mánuði. Þar vegur hækkandi olíuverð þungt en það fór í hæstu hæðir skömmu eftir skuldabréfaútboðið okkar sem hafði veruleg neikvæð áhrif á allar okkar áætlanir. Jafnframt hafði gjaldþrot Primera Air skömmu eftir að við kláruðum skuldabréfaútboðið okkar verulega neikvæð áhrif,“ segir Skúli.Mun þurfa að lifa með ákvörðunum sínum Skúli segir það óhemju erfitt og sorglegt að horfa á eftir WOW air. „Ég elskaði þetta félag, fólkið okkar og það sem við stóðum fyrir og vorum að byggja upp. […] Það liggur fyrir að beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs af starfsemi WOW air nemur hundruðum milljarða undanfarin ár. Við vorum á góðri leið með að klára viðsnúning félagsins og að koma okkur aftur í sama búning og við vorum í á árunum 2015 og 2016 en því miður gafst ekki tími til að klára fjármögnun félagsins. Við reyndum allt sem við mögulega gátum til að forða félaginu frá gjaldþroti en það tókst því miður ekki. Ég mun þurfa að lifa með þeim ákvörðunum sem ég tók alla tíð en það sem mér þykir verst er að hafa brugðist öllu því fólki sem stóð með mér og barðist fram í rauðan dauðann við að bjarga félaginu. Þetta var og er einstakur hópur sem var heiður og forréttindi að fá að vinna með. Þrátt fyrir hvernig fór mun ég ávallt vera stoltur af því sem við gerðum. Ég vona innilega að allt það sem við lögðum í félagið og sú mikla reynsla og þekking sem hefur orðið fari ekki forgörðum. Ég vona líka að þrátt fyrir hvernig fór að þetta ævintýri okkar letji ekki aðra frumkvöðla frá því að láta drauma sína rætast,“ segir Skúli í greininni.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fall WOW air Það er eðlilegt og viðbúið að það verði fjallað mikið um WOW air næstu misserin, mikinn vöxt og fall félagsins og aðdragandann að því. 3. apríl 2019 16:58 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Fall WOW air Það er eðlilegt og viðbúið að það verði fjallað mikið um WOW air næstu misserin, mikinn vöxt og fall félagsins og aðdragandann að því. 3. apríl 2019 16:58