Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Skólameistarar sem sent hafa inn umsagnir vegna sálfræðiþjónustu segja þörfina mikla. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira