Skoða hvort ástæða sé til þess að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassa Sighvatur Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 21:00 Einn af þeim stöðum þar sem spila má í spilakassa er við Lækjartorg. vísir/egill Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður. Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður.
Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00