Segir sveitarfélögin standa sig misvel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 19:45 Formaður NPA miðstöðvarinnar segir sveitarfélögin standa sig misvel þegar kemur að útfærslu þjónustunnar, en í sumum tilfellum ráði pólitík því hvernig málum er háttað. Miðstöðin sendi flestum sveitarfélögum kröfur sínar á dögunum. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd á NPA að ákvæðum reglugerðar um Notendastýrða persónulega aðstoð. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að á undanförnum árum hafi verið losaraháttur í framkvæmd á NPA á landsvísu. „En nú er orðið mjög skýrt ýmislegt varðandi það hvernig sveitarfélög og umsýsluaðilar verða að hátta málum í nýrri reglugerð og lögum,“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir sveitarfélögin standa sig misvel en þó ráði pólitík því oft hvernig málum sé háttað.Hafa sveitarfélögin ekki verið að standa sig?„Það er mjög misjafnt hvernig þau hafa verið að standa sig. Sum ágætlega, önnur ágætlega á einum stað en verr á öðrum,“ sagði Rúnar Björn. Kröfur miðstöðvarinnar skiptast í fimm liði. Meðal annars er þess krafist að framlög til NPA samninga verði greidd í upphafi hvers mánaðar. Bætt verði við viðbótarframlagi vegna skyldunámskeiða aðstoðarfólks og að vinnuframlag verði metið. „Svona undirliggjandi tónninn er að notendur geti greitt aðstoðarfólki og fengið þá þjónustu sem hefur verið metin og að það sé hægt að greiða fyrir þjónustuna með kjarasamningsbundnum skyldum,“ sagði Rúnar Björn.Hafið þið fengið einhver viðbrögð? „Ekki ennþá, en við væntum þess að heyra eitthvað í næstu eða þar næstu viku vonandi,“ sagði Rúnar Björn. Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Formaður NPA miðstöðvarinnar segir sveitarfélögin standa sig misvel þegar kemur að útfærslu þjónustunnar, en í sumum tilfellum ráði pólitík því hvernig málum er háttað. Miðstöðin sendi flestum sveitarfélögum kröfur sínar á dögunum. Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd á NPA að ákvæðum reglugerðar um Notendastýrða persónulega aðstoð. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að á undanförnum árum hafi verið losaraháttur í framkvæmd á NPA á landsvísu. „En nú er orðið mjög skýrt ýmislegt varðandi það hvernig sveitarfélög og umsýsluaðilar verða að hátta málum í nýrri reglugerð og lögum,“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir sveitarfélögin standa sig misvel en þó ráði pólitík því oft hvernig málum sé háttað.Hafa sveitarfélögin ekki verið að standa sig?„Það er mjög misjafnt hvernig þau hafa verið að standa sig. Sum ágætlega, önnur ágætlega á einum stað en verr á öðrum,“ sagði Rúnar Björn. Kröfur miðstöðvarinnar skiptast í fimm liði. Meðal annars er þess krafist að framlög til NPA samninga verði greidd í upphafi hvers mánaðar. Bætt verði við viðbótarframlagi vegna skyldunámskeiða aðstoðarfólks og að vinnuframlag verði metið. „Svona undirliggjandi tónninn er að notendur geti greitt aðstoðarfólki og fengið þá þjónustu sem hefur verið metin og að það sé hægt að greiða fyrir þjónustuna með kjarasamningsbundnum skyldum,“ sagði Rúnar Björn.Hafið þið fengið einhver viðbrögð? „Ekki ennþá, en við væntum þess að heyra eitthvað í næstu eða þar næstu viku vonandi,“ sagði Rúnar Björn.
Félagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira