Óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE í Landsréttarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 12:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í mars. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15
Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30
Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45