Kór Ingu Sæland til að létta andann á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 30. mars 2019 07:45 Ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með, segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þingkórinn. Fréttablaðið/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira