Fyrsti íslenski hamborgarinn gæti hafa verið seldur 1941 Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2019 21:00 Nanna Rögnvaldardóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og heldur úti fésbókarsíðu um mat fortíðarinnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Leitin að fyrsta íslenska veitingastaðnum sem seldi Íslendingum hamborgara er að verða æsispennandi. Áhorfendur Stöðvar 2 og lesendur Vísis hafa sent fréttastofunni fjölda ábendinga síðastliðinn sólarhring. Sagt var frá leitinni í fréttum Stöðvar 2. Það er víst óhætt að slá því föstu; Staðarskáli í Hrútafirði var ekki fyrstur sumarið 1960 til að selja hamborgara. Í janúar sama ár auglýsti Smárabar í Vestmannaeyjum hamborgara. Enn fyrr, 1957, auglýsti Ísborg í Austurstræti í Reykjavík hamborgara og franskar kartöflur. Í október 1956 var hægt að fá „hamburger allan daginn“ á Kjörbarnum í Lækjargötu.Árið 1956 þekktu Íslendingar ekki hamborgarann betur en svo að dagblaðið Tíminn kallaði hann samloku og hafði heitið hamborgari innan sviga.Grafík/Tótla.„Mér skilst að það hafi verið farnir að fást hamborgarar í Vestmannaeyjum fyrir 1960. Og síðan í veitingaskálanum við Hvítárbrúna, þar eru hamborgarar á boðstólum 1956. Þannig að fólk gat fengið sér hamborgara þegar það var á leiðinni norður, - fyrir tíma Staðarskála,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda matreiðslubóka og sérfræðingur um matarsögu Íslendinga. Í Alþýðublaðinu sumarið 1956 er sagt frá því að á Hvítárbökkum í Borgarfirði sé „kjörrestaurant“ og þar sé hamborgari á boðstólum.Fyrsti íslenski hamborgarinn gæti hafa verið seldur árið 1941 í Matstofunni, sem var í Aðalstræti 9. Það hús stóð þar sem steinhúsið er hægra megin.Stöð 2/Sigurjón Ólason.En kannski var fyrsti íslenski hamborgarastaðurinn í elstu götu Reykjavíkur, í Aðalstræti. Þar er elsti staðurinn sem Nanna hefur fundið og hét Matstofan. „Bandaríski herinn kemur hingað í júlí 1941 og í sama mánuði er byrjað að bjóða upp á hamborgara þarna,“ segir Nanna.Er þetta elsta heimild um hamborgara á Íslandi? Auglýsing Matstofunnar birtist í blaðinu Daily Post, sem gefið var út fyrir hermenn setuliðsins.Grafík/Tótla.Gréta, 14 ára, systir Jakobínu Ámundadóttur, við kaffihúsið í Hjarðarholti við Öskjuhlíð. Þar er núna Skógarhlíð 12.Mynd/Fjölskyldan frá Hjarðarholti.Í kaffihúsi við Öskjuhlíð eru amerískir hermenn sagðir hafa kennt vertinum Jakobínu Ámundadóttur að gera fyrir sig hamborgara á stríðsárunum. Hún opnaði kaffihúsið þegar Bretar hófu að leggja Reykjavíkurflugvöll og hugsaði það fyrir Íslendinga í Bretavinnunni. Þegar Ameríkanarnir komu fóru þeir að stunda staðinn og þeir vildu fá hamborgara og franskar. Þeir kenndu henni að gera hamborgara og bakari í Reykjavík bakaði svo brauðið fyrir hana, samkvæmt upplýsingum systurdóttur Jakobínu, Írisar Árnadóttur. „Síðan eru þó nokkrir staðir á stríðsárunum sem eru að bjóða upp á hamborgara, auglýsa þá í blöðum sem eru gefin út fyrir hermenn, eins og Daily Post og White Falcon,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. En það er eins og Íslendingar hafi ekki kynnst hamborgaranum á stríðsárunum. Í ferðapistli árið 1952 frá Ameríku lýsir blaðamaður Vísis, Thorolf Smith, honum sem ókunnu fyrirbæri; „hamburger sem er einskonar malaður bauti milli tveggja brauðsneiða“.Ferðapistill Thorolfs Smith, blaðamanns Vísis, úr Ameríkuför 1952, lýsir hamborgaranum sem ókunnu fyrirbæri.Í frétt frá 1954 um matarstríð í mötuneyti Hamilton-félagsins á Keflavíkurflugvelli lýsir hneykslaður Íslendingur því að hafa fengið hinn ameríska hamborgara í aðalrétt hjá amerískum yfirmatsveini; honum hafi verið skilað aftur til föðurhúsanna.Frásögn frá árinu 1954 í vikublaðinu Frjáls þjóð, sem barðist gegn bandarískum áhrifum á Íslandi, bendir til þess að sumir Íslendingar hafi verið fráhverfir þessum ameríska mat af pólitískum ástæðum.Grafík/Tótla.„Þegar ameríski herinn kemur aftur þá byrja þeir í Keflavík; þá er staður þar sem er með hamborgara. Og svo hérna í Reykjavík eru komnir hamborgarastaðir 1956,“ segir Nanna. Annar var Ísborg í Austurstræti en hinn Kjörbarinn í Lækjargötu.Svona auglýsti Kjörbarinn í Lækjargötu hamborgara í október árið 1956.Grafík/Tótla.Af öllum þessum frumherjum lifir bara Staðarskáli. Hann gæti því verið sá staður sem lengst hefur selt hamborgara á Íslandi. „Jú, ætli hann megi ekki eiga það. Ég hugsa það nú,“ svarar Nanna hlæjandi. Frétt Stöðvar 2 um sögu hamborgarans á Íslandi má sjá hér: Borgarbyggð Einu sinni var... Húnaþing vestra Keflavíkurflugvöllur Matur Reykjanesbær Reykjavík Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Bara della, segir matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga. 20. mars 2019 10:51 Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Leitin að fyrsta íslenska veitingastaðnum sem seldi Íslendingum hamborgara er að verða æsispennandi. Áhorfendur Stöðvar 2 og lesendur Vísis hafa sent fréttastofunni fjölda ábendinga síðastliðinn sólarhring. Sagt var frá leitinni í fréttum Stöðvar 2. Það er víst óhætt að slá því föstu; Staðarskáli í Hrútafirði var ekki fyrstur sumarið 1960 til að selja hamborgara. Í janúar sama ár auglýsti Smárabar í Vestmannaeyjum hamborgara. Enn fyrr, 1957, auglýsti Ísborg í Austurstræti í Reykjavík hamborgara og franskar kartöflur. Í október 1956 var hægt að fá „hamburger allan daginn“ á Kjörbarnum í Lækjargötu.Árið 1956 þekktu Íslendingar ekki hamborgarann betur en svo að dagblaðið Tíminn kallaði hann samloku og hafði heitið hamborgari innan sviga.Grafík/Tótla.„Mér skilst að það hafi verið farnir að fást hamborgarar í Vestmannaeyjum fyrir 1960. Og síðan í veitingaskálanum við Hvítárbrúna, þar eru hamborgarar á boðstólum 1956. Þannig að fólk gat fengið sér hamborgara þegar það var á leiðinni norður, - fyrir tíma Staðarskála,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda matreiðslubóka og sérfræðingur um matarsögu Íslendinga. Í Alþýðublaðinu sumarið 1956 er sagt frá því að á Hvítárbökkum í Borgarfirði sé „kjörrestaurant“ og þar sé hamborgari á boðstólum.Fyrsti íslenski hamborgarinn gæti hafa verið seldur árið 1941 í Matstofunni, sem var í Aðalstræti 9. Það hús stóð þar sem steinhúsið er hægra megin.Stöð 2/Sigurjón Ólason.En kannski var fyrsti íslenski hamborgarastaðurinn í elstu götu Reykjavíkur, í Aðalstræti. Þar er elsti staðurinn sem Nanna hefur fundið og hét Matstofan. „Bandaríski herinn kemur hingað í júlí 1941 og í sama mánuði er byrjað að bjóða upp á hamborgara þarna,“ segir Nanna.Er þetta elsta heimild um hamborgara á Íslandi? Auglýsing Matstofunnar birtist í blaðinu Daily Post, sem gefið var út fyrir hermenn setuliðsins.Grafík/Tótla.Gréta, 14 ára, systir Jakobínu Ámundadóttur, við kaffihúsið í Hjarðarholti við Öskjuhlíð. Þar er núna Skógarhlíð 12.Mynd/Fjölskyldan frá Hjarðarholti.Í kaffihúsi við Öskjuhlíð eru amerískir hermenn sagðir hafa kennt vertinum Jakobínu Ámundadóttur að gera fyrir sig hamborgara á stríðsárunum. Hún opnaði kaffihúsið þegar Bretar hófu að leggja Reykjavíkurflugvöll og hugsaði það fyrir Íslendinga í Bretavinnunni. Þegar Ameríkanarnir komu fóru þeir að stunda staðinn og þeir vildu fá hamborgara og franskar. Þeir kenndu henni að gera hamborgara og bakari í Reykjavík bakaði svo brauðið fyrir hana, samkvæmt upplýsingum systurdóttur Jakobínu, Írisar Árnadóttur. „Síðan eru þó nokkrir staðir á stríðsárunum sem eru að bjóða upp á hamborgara, auglýsa þá í blöðum sem eru gefin út fyrir hermenn, eins og Daily Post og White Falcon,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. En það er eins og Íslendingar hafi ekki kynnst hamborgaranum á stríðsárunum. Í ferðapistli árið 1952 frá Ameríku lýsir blaðamaður Vísis, Thorolf Smith, honum sem ókunnu fyrirbæri; „hamburger sem er einskonar malaður bauti milli tveggja brauðsneiða“.Ferðapistill Thorolfs Smith, blaðamanns Vísis, úr Ameríkuför 1952, lýsir hamborgaranum sem ókunnu fyrirbæri.Í frétt frá 1954 um matarstríð í mötuneyti Hamilton-félagsins á Keflavíkurflugvelli lýsir hneykslaður Íslendingur því að hafa fengið hinn ameríska hamborgara í aðalrétt hjá amerískum yfirmatsveini; honum hafi verið skilað aftur til föðurhúsanna.Frásögn frá árinu 1954 í vikublaðinu Frjáls þjóð, sem barðist gegn bandarískum áhrifum á Íslandi, bendir til þess að sumir Íslendingar hafi verið fráhverfir þessum ameríska mat af pólitískum ástæðum.Grafík/Tótla.„Þegar ameríski herinn kemur aftur þá byrja þeir í Keflavík; þá er staður þar sem er með hamborgara. Og svo hérna í Reykjavík eru komnir hamborgarastaðir 1956,“ segir Nanna. Annar var Ísborg í Austurstræti en hinn Kjörbarinn í Lækjargötu.Svona auglýsti Kjörbarinn í Lækjargötu hamborgara í október árið 1956.Grafík/Tótla.Af öllum þessum frumherjum lifir bara Staðarskáli. Hann gæti því verið sá staður sem lengst hefur selt hamborgara á Íslandi. „Jú, ætli hann megi ekki eiga það. Ég hugsa það nú,“ svarar Nanna hlæjandi. Frétt Stöðvar 2 um sögu hamborgarans á Íslandi má sjá hér:
Borgarbyggð Einu sinni var... Húnaþing vestra Keflavíkurflugvöllur Matur Reykjanesbær Reykjavík Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Bara della, segir matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga. 20. mars 2019 10:51 Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45
Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56
Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Bara della, segir matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga. 20. mars 2019 10:51
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45