Erlent

Vinsældir ríkisstjórnar Bolsonaro hafa hrapað

Kjartan Kjartansson skrifar
Bolsonaro var kampakátur í Hvíta húsinu í gær. Ekki eru allir landar hans eins kátir með störf hans sem forseti.
Bolsonaro var kampakátur í Hvíta húsinu í gær. Ekki eru allir landar hans eins kátir með störf hans sem forseti. Vísir/EPA
Aðeins þriðjungur Brasilíumanna styður ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, ef marka má nýja skoðanakönnun. Stuðningur við Bolsonaro hefur hrunið frá því að hann var kjörinn í október og hefur engin fyrri ríkisstjórn Brasilíu á tímum lýðræðis notið eins lítils stuðnings svo snemma.Í könnun Ibope fækkaði þeim sem töldu ríkisstjórn Bolsonaro standa sig vel eða frábærlega úr 49% um miðjan janúar í 34%. Þeim sem töldu ríkisstjórnina standa sig illa eða hræðilega fjölgaði úr 13% í 24%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Bolsonaro reynir nú að koma í gegn umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins sem sérfræðingar eru sammála um að þurfi að breyta til að rétta við stöðu ríkissjóðs og stuðla að hagvexti. Þá féll heimsókn hans til Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu þar sem þeir skiptust á að lofa hvor annan ekki fallið í kramið hjá öllum landsmönnum.Traust á forsetanum hefur hrapað frá því í janúar. Nú segjast 49% treysta Bolsonaro og hefur fækkað um 13%. Á sama tíma hefur þeim sem segjast ekki treysta honum fjölgað úr 13% í 44%.Mestur stuðningur við Bolsonaro mælist á meðal efnaðri Brasilíumanna. Stuðningur hans er minnstu í stærri borgum og fátækari héruðum í norðausturhluta landsins. Evangelískir kristnir Brasilíumenn eru jafnframt dyggustu stuðningsmenn forsetans þegar litið er til félagslegra hópa.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.