Lífið

Ný stikla úr þriðju þáttaröðinni af Stranger Things

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir hafa slegið rækilega í gegn.
Þættirnir hafa slegið rækilega í gegn.

Bandarísku þáttaraðirnar Stranger Things hafa fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Nú þegar eru komnar út tvær seríur.

Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrulegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi.

Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar.

Í gær kom út ný stikla úr þriðju þáttaröðinni en beðið er eftir henni með mikilli eftirvæntingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.