Innlent

Sigrún María ráðin verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sigrún María Kristinsdóttir.
Sigrún María Kristinsdóttir. Mynd/Kópavogsbær
Sigrún María Kristinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra íbúatengsla hja Kópavogsbæ en um er að ræða nýtt starf á stjórnsýslusviði bæjarins.

Sigrún María með BFA gráðu frá Viktoríuháskóla í Kanada í ritlist og BA gráðu í enskum bókmenntum frá sama skóla. Hún er með MA gráðu í umhverfis- og auðlindafræðum frá HÍ þar sem hún vann m.a. rannsókn um íbúalýðræði á Íslandi. Þá er hún með doktorsgráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá HÍ en áherslan í doktorsnámi beindist m.a. að sjálfbærni samfélaga.

Hún hefur undanfarin ár starfað hjá verkfræðistofunni Eflu við gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og hefur m.a. í þeim verkefnum séð um framkvæmd og úrvinnslu samfélagsrannsókna. Þá hefur hún starfað sem fjölmiðla- og upplýsingafulltrúi og um nokkurra ára skeið við blaða- og fréttamennsku.

Verkefnastjóri íbúatengsla mun bera ábyrgð á stefnumörkun á sviði þátttökulýðræðis, mun skipuleggja íbúafundi, stýra verkefninu „Okkar Kópavogur“, sem snýr að þátttöku íbúa við ráðstöfun fjármagns til framkvæmda, og framkvæmd íbúakosninga, að því er segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×