Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Sighvatur Jónsson skrifar 21. mars 2019 12:15 Samninganefnd atvinnurekenda við upphaf fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Visir/Vilhelm Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira