Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Viðræður hafa staðið yfir í allan dag í kjaradeilu atvinnurekenda og viðsemjenda þeirra frá sex verkalýðsfélögum hjá ríkissáttasemjara. Fyrirfram var talið að samningafundur sem boðað var til hjá ríkissáttasemjara í morgun yrði stuttur. En eftir aðeins fimmtán mínútna fund var fjölmiðlafólk beðið um að yfirgefa karphúsið.

Við verðum í beinni útsendingu frá húsnæði ríkissáttasemjara í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Verkfall hjá hótelstarfsfólki og rútubílstjórum Eflingar og VR hefst að öllu óbreyttu á miðnætti. Við ræðum við sérfræðinga um fyrirhuguð verkfallsbrot sem hafa verið tilkynnt til Eflingar. Þá rýnum við einnig í stöðuna í kjaradeilunni.

Við fjöllum einnig um fund allsherjar- og menntamálanefndar í morgun þar sem aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda voru teknar fyrir. Þingmaður sem varð vitni af aðgerðunum segist hafa blöskrað harðræðið en lögregla telur sig hafa gætt meðalhófs.

Þá verður rætt við foreldra eins árs drengs með Downs-heilkennið í tilefni alþjóðlega Downs-dagsins og kíkt í opnun á nýrri mathöll í Reykjavík.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×