Fótbolti

Hamrén: Ætti að banna gervigras í undankeppnum EM og HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erik Hamrén er ekki sáttur við að leikur Andorra og Íslands í undankeppni EM 2020 fari fram á gervigrasi.

„Fyrir mér er gervigras gott fyrir okkur sem þurfum á því að halda yfir vetrarmánuðina til þess að hjálpa grasinu. Það hentar vel til þess að spila á í deildum í norður Evrópu,“ sagði Hamrén við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Andorra.

„En það ætti að banna gervigras í keppnisleikjum UEFA og FIFA.“

„Það er önnur íþrótt þegar komið er á gervigras.“

En mun gervigrasið hafa áhrif á leikinn og hjálpa liði Andorra?

„Það kemur í ljós. En þar sem þeir eru vanir að spila á því og það er erfiðara að spila „venjulegan“ fótbolta á því þá að sjálfsögðu mun það hjálpa þeim.“

Ísland og Andorra eigast við annað kvöld í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. Íslenska liðið verður að sækja þrjú stig úr þessum leik ef liðið ætlar sér upp úr riðlinum og inn á lokakeppni EM.

„Lykilatriðið er hugurinn. Þetta verður erfiður leikur, mikið af einvígum, og við verðum að halda einbeitingu og vera andlega sterkir.“

„Við verðum að vera þolinmóðir, það hefur ekki verið skorað mikið á þessum velli undan farið. En við þurfum samt að vera aggressívir, þó við verðum þolinmóðir.“

Allt viðtalið við Hamrén má sjá í spilaranum efst í fréttinni.

Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×