Fótbolti

Aron Einar: Líður vel og klár í slaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, er tilbúinn í slaginn gegn Andorra á morgun.

Andorra leikur heimaleiki sína á gervigrasi og það hefur verið rætt síðustu daga hvort líkamlegt ástand Arons bjóði upp á það að spila á því, en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur.

Íslenska liðið var ekki búið að taka æfingu á gervigrasinu þegar Aron Einar og Erik Hamrén ræddu við fjölmiðla í dag og því var enn nokkur óvissa með þátttöku Arons, en hann sagðist þó klár og til í slaginn.

Á mánudagskvöld, þremur sólarhringum eftir leikinn við Andorra, mætir Ísland heimsmeisturum Frakka. Er Aron klár í 180 mínútur með svo stuttu millibili.

„Já, já, ég hef gert það. Ég hef spilað jólatíman á Englandi á þessu ári og það gekk bara mjög vel. Það er auðvitað alltaf spurningamerki en ég er klár og mér líður vel,“ sagði Aron Einar við Eirík Stefán Ásgeirsson í Andorra.

„Það er svo langt síðan ég hef spilað á gervigrasi, ég veit ekki hvernig líkaminn bregst við því.“

Ísland þarf að vinna Andorra ætli það sér á lokakeppni EM. Andorra hefur hins vegar gert vel í að ná í úrslit á heimavelli í síðustu leikjum.

„Ég veit nákvæmlega hvernig þeim líður. Þeim langar að byggja upp eitthvað veldi hérna á heimavelli þó það verði erfitt. Við vitum það líka að þeir eru stoltir af því að spila fyrir landsliðið sitt.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.

Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×