Hluta námslána breytt í styrk Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. mars 2019 06:15 Ráðherra gerir ráð fyrir að frumvarpið rati í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní. Fréttablaðið/Stefán „Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Úthluta þingsætum á morgun Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Erlent Fleiri fréttir Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Sjá meira
„Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Erlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Úthluta þingsætum á morgun Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Erlent Fleiri fréttir Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18