Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 21:00 Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig. Skóla - og menntamál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig.
Skóla - og menntamál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira