Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 21:00 Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig. Skóla - og menntamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig.
Skóla - og menntamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira