Sátu um gestina til að geta byrjað að þrífa klukkan 4 í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:30 Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. fréttablaðið/eyþór Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir að það muni um það þegar 2/3 af starfsmönnum hótelsins séu ekki í vinnu eins og nú er vegna verkfalls VR og Eflingar. Hún segir mjög stífar reglur varðandi það hverjir megi sinna störfum þeirra sem séu í verkfalli og hótelið vilji að sjálfsögðu fara eftir bókinni varðandi það allt. „Þetta verður að ganga. Það munar aldeilis um það þegar tveir þriðju af starfsmönnunum eru ekki í vinnu þannig að við finnum fyrir því,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi, fréttamann, í beinni útsendingu á Vísi núna upp úr klukkan 11. Spurð út í það hvaða störfum hún hafi verið að sinna síðan verkfallið skall á á miðnætti segir Ingibjörg að það hafi verið ósköp rólegt fram undir klukkan fjögur. „En af því að það eru þó nokkur herbergi sem eru að koma inn til okkar í dag þá þurftum við svolítið að sitja um gestina sem fóru þannig að ég byrjaði að þrífa klukkan 4.“ Hún segir þá sem mega vinna í dag vera í kapphlaupi við tímann við það að ná að sinna öllu. Þá hafi hótelið undirbúið gesti sína vel undir verkfallsdaginn og látið þá vita af því að það yrði skert þjónusta í dag. Auk þess var lokað fyrir bókanir á hótelinu þegar ljóst var að það stefndi í verkfall og standa því 40 af 235 herbergjum hótelsins laus.En hvað er tekjutap hótelsins mikið vegna verkfallanna? „Ég hef ekki tekið það saman en við erum líka búin að loka fimmtudeginum og föstudeginum í næstu viku því við getum heldur ekki annað því ef það kemur mikið meira inn þá. Þannig að við bara vonumst til þess að þetta leysist sem allra fyrst.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir að það muni um það þegar 2/3 af starfsmönnum hótelsins séu ekki í vinnu eins og nú er vegna verkfalls VR og Eflingar. Hún segir mjög stífar reglur varðandi það hverjir megi sinna störfum þeirra sem séu í verkfalli og hótelið vilji að sjálfsögðu fara eftir bókinni varðandi það allt. „Þetta verður að ganga. Það munar aldeilis um það þegar tveir þriðju af starfsmönnunum eru ekki í vinnu þannig að við finnum fyrir því,“ sagði Ingibjörg í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi, fréttamann, í beinni útsendingu á Vísi núna upp úr klukkan 11. Spurð út í það hvaða störfum hún hafi verið að sinna síðan verkfallið skall á á miðnætti segir Ingibjörg að það hafi verið ósköp rólegt fram undir klukkan fjögur. „En af því að það eru þó nokkur herbergi sem eru að koma inn til okkar í dag þá þurftum við svolítið að sitja um gestina sem fóru þannig að ég byrjaði að þrífa klukkan 4.“ Hún segir þá sem mega vinna í dag vera í kapphlaupi við tímann við það að ná að sinna öllu. Þá hafi hótelið undirbúið gesti sína vel undir verkfallsdaginn og látið þá vita af því að það yrði skert þjónusta í dag. Auk þess var lokað fyrir bókanir á hótelinu þegar ljóst var að það stefndi í verkfall og standa því 40 af 235 herbergjum hótelsins laus.En hvað er tekjutap hótelsins mikið vegna verkfallanna? „Ég hef ekki tekið það saman en við erum líka búin að loka fimmtudeginum og föstudeginum í næstu viku því við getum heldur ekki annað því ef það kemur mikið meira inn þá. Þannig að við bara vonumst til þess að þetta leysist sem allra fyrst.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05