Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 14:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að stjórnvöld muni liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
„Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18