Innlent

„Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air en í gærkvöldi var tilkynnt um það að stjórn Icelandair Group hefði samþykkt að hefja viðræður við WOW um aðkomu að rekstri þess.

Athygli vakti að í tilkynningu Icelandair var tekið fram að viðræðurnar færu fram í samráði við stjórnvöld.

Aðspurð um aðkomu stjórnvalda að málinu segir Katrín að ef viðræðurnar gangi eftir muni það koma til kasta ákveðinna stofnanna eins og Samkeppniseftirlitsins og Samgöngustofu. Stjórnvöld væru hins vegar engir aðilar að viðræðunum.

Greint var frá því í vikunni að WOW air hefði óskað eftir ríkisábyrgð til að geta fengið lánafyrirgreiðslu frá ríkinu. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað tjá sig um það og spurð út í það núna hvort að slík beiðni hafi borist segir Katrín:

„Ég get ekkert tjáð mig um það og það hefur ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning í þessu máli.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×