Innlent

Myndband frá falli skorsteinsins

Andri Eysteinsson skrifar

Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag en fylgst var með herlegheitunum í beinni á Vísi.

Íbúar á Akranesi tóku þátt í íbúakosningu um framtíð skorsteinsins og vildu þar 94% Skagamanna skorsteininn í burt en byggðar verða um 2000 íbúðir á Sementsverksmiðjureitnum.

Fella átti skorsteininn klukkan 12:15 en töluverð töf varð þó á framkvæmdinni, fyrst um sinn vegna veðurs. Skorsteinninn átti að fara niður í tveimur hlutum, þegar loks var sprengt féll efri hluti strompsins á víra sem tengdust sprengjuhleðslunni sem ætlað var að fella neðri hlutann. Seinkunin af þeim völdum var um klukkustund.

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, var staddur á Akranesi í dag og náði myndum og myndbandi af atburðinum, sjá má myndir frá niðurrifinu hér en myndbandið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.