Innlent

Svig kom á efri hluta strompsins sem veldur seinkun

Birgir Olgeirsson skrifar
Efri hluti strompsins féll á víra sem tengdir voru neðri sprengjuhleðslunni.
Efri hluti strompsins féll á víra sem tengdir voru neðri sprengjuhleðslunni. Vísir/Vilhelm
Efri hluti sementsstrompsins á Akranesi var felldur á þriðja tímanum í dag og stóð til að neðri hluti strompsins yrði sprengdur nokkrum sekúndu seinna. Efri hluti strompsins féll hins vegar á víra sem tengdust neðri sprengjuhleðslunni og þarf að endurtengja þá. Í fyrstu var talið að um tveggja til fjögurra tíma seinkun yrði á seinni sprengingunni en nú er búið að tímasetja hana um klukkan 15. 

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Vísi að brakið af efri hluta strompsins hafi fallið í rétta átt en það kom smávegis svig á það sem gerði það að verkum að brakið féll á víra sem tengdir voru neðri sprengjuhleðslunni. Af öryggisástæðum var neðri sprengjuhleðslan handvirk til að tryggja að strompurinn færi í rétta átt. 

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá sprengingu strompsins hér. 

Hér má sjá hvar efri hluti strompsins hafnaði.Vísir/Vilhelm


Uppfært klukkan 14:33:

ÍATV, sem sýnir beint frá fellingu turnsins, segir að neðri helmingurinn verði sprengdur um klukkan 15. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×