Mæta stjörnum prýddu liði Frakka í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 07:45 Úr vináttulandsleik liðanna í haust fréttablaðið Tindarnir verða ekki mikið hærri að klífa en sá sem íslenska karlalandsliðið þarf að klífa í kvöld. Þá fara þeir á heimavöll ríkjandi heimsmeistara og silfurliðs Evrópumótsins, Frakklands í leit að stigum. Það þarf að fara sex ár aftur í tímann til að finna síðasta leik Frakklands sem þeir töpuðu á heimavelli í undankeppni gegn þáverandi heimsmeisturum Spánverja og á síðustu tveimur stórmótum hefur þetta franska lið aðeins tapað einum leik. Úrslitaleiknum sjálfum á heimavelli þar sem Portúgalar stálu sviðsljósinu með marki Edér í framlengingu. „Ég gleymdi að minnast á silfrið á EM á blaðamannafundinum. Að mínu mati fær þetta franska landslið ekki allt það lof sem það á skilið. Þeir eru með lið í allra fremstu röð, meðalaldurinn er ekki hár og næsta kynslóð er tilbúin að taka við. Þetta er algjört stórveldi og andstæða við það sem við vorum að gera gegn Andorra,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir blaðamannafund landsliðsins á dögunum. Íslenska landsliðið fékk sannkallaða draumabyrjun í undankeppninni fyrir helgi það Ísland sótti þrjú stig til Andorra. Andorra var sýnd veiði en ekki gefin enda búið að vera erfitt heim að sækja undanfarin ár en Ísland leysti þann leik nánast fullkomlega. Birkir Bjarnason skoraði snemma sem gaf liðinu tækifæri á að stýra leiknum og spara orku enda benti fátt til þess að Andorra myndi skora jöfnunarmark. Fyrir vikið gat Erik Hamrén dreift álaginu og hvílt Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson undir lok leiksins. Eini ókosturinn var að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í leiknum og staðfesti Hamrén á blaðamannafundi á Stade de France í gær að hann yrði ekki með í kvöld. Andstæðingar kvöldsins eru á hinum enda knattspyrnuheimsins. Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, sjötta stærsta knattspyrnuvelli Evrópu þaðan sem Ísland á misjafnar minningar. Þar vann Ísland eftirminnilegan sigur á Austurríki á Evrópumótinu 2016 sem skaut Íslandi áfram í útsláttarkeppnina en tveimur leikjum síðar var það hlutverk Frakka að senda Íslendinga heim af mótinu með 5-2 sigri. Því þarf Ísland að fara í annað hlutverk. Eftir að hafa verið liðið sem var ætlast til að stýrði leiknum og ynni öruggan sigur gegn Andorra er komið að því að Ísland berjist með kjafti og klóm um stigin þar sem öll pressan er á franska liðinu. Kingsley Coman, leikmaður Bayern München, og Lucas Digne, liðsfélagi Gylfa hjá Everton, geta ekki gefið kost á sér en annars eru allir heilir í franska landsliðshópnum. „Við skiptum algjörlega um pól á milli leikja og mætum heimsmeisturunum á þeirra heimavelli. Þeir eru með mjög rútínerað lið og vita sitt sterkasta lið en það vitum það líka. Það fer eftir meiðslum hverjir byrja en þeir hafa mikla breidd í leikmannahópnum. Paul Pogba, Antoine Griezmann og Kylian Mbappé eru stærstu stjörnurnar en þeir voru með sextán leikmenn í lykilhlutverkum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það sýnir gæðin í leikmannahópnum. Ofan á það að vera með sterkt lið þá hefur samheldnin innan leikmannahópsins verið áberandi. Fyrir fram eiga Frakkar að vinna riðilinn. Pressan er á þeim að vinna sem heimsmeistarar í annars jöfnum riðli þar sem öll liðin geta kroppað stig hvert af öðru,“ sagði Freyr um styrkleika franska landsliðsins og hélt áfram: „Leikskipulag þeirra byggist á kraftmiklum varnarleik og að reyna að ráðast á andstæðingana við hvert tækifæri. Þeir eru frábærir í því að taka menn einn á einn og að rekja boltann. Sóknarlína þeirra er hreyfanleg á milli kantmanna og sóknarmanns sem er ekkert nýtt. Þeir hafa lengi reitt sig á það róta í varnarlínu andstæðinganna með góðum árangri.“ Það er stutt síðan liðin mættust síðast þar sem ungstirnið Mbappé bjargaði jafntefli fyrir Frakka. Ísland komst 2-0 yfir með mörkum frá Birki Bjarnasyni og Kára Árnasyni áður en Mbappé átti eftir að snúa leiknum. Fyrirgjöf hans fór af varnarmanni í netið stuttu fyrir leikslok áður en hann jafnaði metin af vítapunktinum í uppbótartíma og kom í veg fyrir fyrsta sigur Íslands gegn Frakklandi. „Við erum vel undir þennan leik búnir, það hjálpar okkur að við mættum þeim í október og á Evrópumótinu. Við söfnuðum miklu af gögnum um Frakkland fyrir leikinn í október og nýtum þau og það sem við lærðum fyrir þennan leik. Sá leikur veitir okkur sjálfstraust inn í þennan leik. Við vitum hversu klókir þeir eru. Í leiknum í október spiluðum við frábærlega en sáum þá hvað það þarf lítið til. Við skorum sjálfsmark og fáum á okkur víti, þessir litlu hlutir skiptu sköpum. Við megum ekki missa einbeitinguna í eina sekúndu því þá refsa Frakkarnir yfirleitt andstæðingum sínum.“ Freyr tók undir það aðspurður að það veitti honum aukið sjálfstraust að vita að íslenska liðið hefur oft átt sína bestu leiki gegn stórveldum þar sem pressan er á andstæðingunum. „Þrátt fyrir þetta allt saman hef ég góða tilfinningu fyrir leiknum í kvöld. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að íslenska liðið stendur í hvaða liði sem er óháð andstæðingnum ef leikmennirnir fá réttu upplýsingarnar. Það veitir mér sjálfstraust að vita að leikmennirnir spila yfirleitt vel undir þessum kringumstæðum. Ég er ekki að segja að krafan sé að taka þrjú stig annað kvöld en það eykur sjálfstraust mitt að við getum farið þangað og spilað vel. Með því aukast möguleikar okkar á að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld.“ Íslenska liðið stóðst fyrsta prófið í þessari undankeppni og náði í skyldusigur til Andorra fyrir helgi. Fyrir vikið er minni pressa á Strákunum okkar fyrir leikinn í kvöld á leiðinni á erfiðan útivöll. Flautað verður til leiks klukkan 20.45 að staðartíma, rétt fyrir átta að íslenskum tíma og sér István Kovács frá Rúmeníu um að dæma leikinn. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Tindarnir verða ekki mikið hærri að klífa en sá sem íslenska karlalandsliðið þarf að klífa í kvöld. Þá fara þeir á heimavöll ríkjandi heimsmeistara og silfurliðs Evrópumótsins, Frakklands í leit að stigum. Það þarf að fara sex ár aftur í tímann til að finna síðasta leik Frakklands sem þeir töpuðu á heimavelli í undankeppni gegn þáverandi heimsmeisturum Spánverja og á síðustu tveimur stórmótum hefur þetta franska lið aðeins tapað einum leik. Úrslitaleiknum sjálfum á heimavelli þar sem Portúgalar stálu sviðsljósinu með marki Edér í framlengingu. „Ég gleymdi að minnast á silfrið á EM á blaðamannafundinum. Að mínu mati fær þetta franska landslið ekki allt það lof sem það á skilið. Þeir eru með lið í allra fremstu röð, meðalaldurinn er ekki hár og næsta kynslóð er tilbúin að taka við. Þetta er algjört stórveldi og andstæða við það sem við vorum að gera gegn Andorra,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir blaðamannafund landsliðsins á dögunum. Íslenska landsliðið fékk sannkallaða draumabyrjun í undankeppninni fyrir helgi það Ísland sótti þrjú stig til Andorra. Andorra var sýnd veiði en ekki gefin enda búið að vera erfitt heim að sækja undanfarin ár en Ísland leysti þann leik nánast fullkomlega. Birkir Bjarnason skoraði snemma sem gaf liðinu tækifæri á að stýra leiknum og spara orku enda benti fátt til þess að Andorra myndi skora jöfnunarmark. Fyrir vikið gat Erik Hamrén dreift álaginu og hvílt Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson undir lok leiksins. Eini ókosturinn var að Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í leiknum og staðfesti Hamrén á blaðamannafundi á Stade de France í gær að hann yrði ekki með í kvöld. Andstæðingar kvöldsins eru á hinum enda knattspyrnuheimsins. Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, sjötta stærsta knattspyrnuvelli Evrópu þaðan sem Ísland á misjafnar minningar. Þar vann Ísland eftirminnilegan sigur á Austurríki á Evrópumótinu 2016 sem skaut Íslandi áfram í útsláttarkeppnina en tveimur leikjum síðar var það hlutverk Frakka að senda Íslendinga heim af mótinu með 5-2 sigri. Því þarf Ísland að fara í annað hlutverk. Eftir að hafa verið liðið sem var ætlast til að stýrði leiknum og ynni öruggan sigur gegn Andorra er komið að því að Ísland berjist með kjafti og klóm um stigin þar sem öll pressan er á franska liðinu. Kingsley Coman, leikmaður Bayern München, og Lucas Digne, liðsfélagi Gylfa hjá Everton, geta ekki gefið kost á sér en annars eru allir heilir í franska landsliðshópnum. „Við skiptum algjörlega um pól á milli leikja og mætum heimsmeisturunum á þeirra heimavelli. Þeir eru með mjög rútínerað lið og vita sitt sterkasta lið en það vitum það líka. Það fer eftir meiðslum hverjir byrja en þeir hafa mikla breidd í leikmannahópnum. Paul Pogba, Antoine Griezmann og Kylian Mbappé eru stærstu stjörnurnar en þeir voru með sextán leikmenn í lykilhlutverkum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það sýnir gæðin í leikmannahópnum. Ofan á það að vera með sterkt lið þá hefur samheldnin innan leikmannahópsins verið áberandi. Fyrir fram eiga Frakkar að vinna riðilinn. Pressan er á þeim að vinna sem heimsmeistarar í annars jöfnum riðli þar sem öll liðin geta kroppað stig hvert af öðru,“ sagði Freyr um styrkleika franska landsliðsins og hélt áfram: „Leikskipulag þeirra byggist á kraftmiklum varnarleik og að reyna að ráðast á andstæðingana við hvert tækifæri. Þeir eru frábærir í því að taka menn einn á einn og að rekja boltann. Sóknarlína þeirra er hreyfanleg á milli kantmanna og sóknarmanns sem er ekkert nýtt. Þeir hafa lengi reitt sig á það róta í varnarlínu andstæðinganna með góðum árangri.“ Það er stutt síðan liðin mættust síðast þar sem ungstirnið Mbappé bjargaði jafntefli fyrir Frakka. Ísland komst 2-0 yfir með mörkum frá Birki Bjarnasyni og Kára Árnasyni áður en Mbappé átti eftir að snúa leiknum. Fyrirgjöf hans fór af varnarmanni í netið stuttu fyrir leikslok áður en hann jafnaði metin af vítapunktinum í uppbótartíma og kom í veg fyrir fyrsta sigur Íslands gegn Frakklandi. „Við erum vel undir þennan leik búnir, það hjálpar okkur að við mættum þeim í október og á Evrópumótinu. Við söfnuðum miklu af gögnum um Frakkland fyrir leikinn í október og nýtum þau og það sem við lærðum fyrir þennan leik. Sá leikur veitir okkur sjálfstraust inn í þennan leik. Við vitum hversu klókir þeir eru. Í leiknum í október spiluðum við frábærlega en sáum þá hvað það þarf lítið til. Við skorum sjálfsmark og fáum á okkur víti, þessir litlu hlutir skiptu sköpum. Við megum ekki missa einbeitinguna í eina sekúndu því þá refsa Frakkarnir yfirleitt andstæðingum sínum.“ Freyr tók undir það aðspurður að það veitti honum aukið sjálfstraust að vita að íslenska liðið hefur oft átt sína bestu leiki gegn stórveldum þar sem pressan er á andstæðingunum. „Þrátt fyrir þetta allt saman hef ég góða tilfinningu fyrir leiknum í kvöld. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að íslenska liðið stendur í hvaða liði sem er óháð andstæðingnum ef leikmennirnir fá réttu upplýsingarnar. Það veitir mér sjálfstraust að vita að leikmennirnir spila yfirleitt vel undir þessum kringumstæðum. Ég er ekki að segja að krafan sé að taka þrjú stig annað kvöld en það eykur sjálfstraust mitt að við getum farið þangað og spilað vel. Með því aukast möguleikar okkar á að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld.“ Íslenska liðið stóðst fyrsta prófið í þessari undankeppni og náði í skyldusigur til Andorra fyrir helgi. Fyrir vikið er minni pressa á Strákunum okkar fyrir leikinn í kvöld á leiðinni á erfiðan útivöll. Flautað verður til leiks klukkan 20.45 að staðartíma, rétt fyrir átta að íslenskum tíma og sér István Kovács frá Rúmeníu um að dæma leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira