Veit vel hversu gott lið Ísland er með Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 11:30 Didier Deschamps eftir sigurleikinn á Moldóvu. Getty/Xavier Laine Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira