Veit vel hversu gott lið Ísland er með Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 11:30 Didier Deschamps eftir sigurleikinn á Moldóvu. Getty/Xavier Laine Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira