Hamren: Þeir skoruðu of mikið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 22:12 Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira