Biskup Íslands fundar með múslimum í moskunni í Skógarhlíð Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2019 11:38 Karim Askari er ákaflega ánægður með að Agnes biskup hafi komið í moskuna til fundar. visir/vilhelm „Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm
Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira