Bjarni segir ríkissjóð með stuðpúða gegn áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2019 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30
Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði