Innlent

Endurnýjuðu samning um öryggis- og varnarmál

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í London í dag samkomulag um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum.

Um er að ræða uppfærslu á samkomulagi frá árinu 2008 með hliðsjón af breyttum veruleika á sviði öryggismála í heiminum.

„Það nær núna til fleiri þátta í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. „Þá er ekki bara verið að vísa í varnar- öryggis- og löggæslumál heldur líka hryðjuverkavarnir, skipulagða glæpastarfsemi, nútímaþrælahald, netöryggi og leit og björgun.“

Þeir ræddu einnig fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

„Það er mál málanna núna og við fórum yfir stöðuna hvað það varðaði og hann setti mig inn í stöðuna varðandi hvaða næstu skref verða enda fátt annað rætt í London núna heldur en Brexit.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×