Innlent

Eldur í kísilverksmiðju PCC á Bakka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kísilverksmiðja PCC á Bakka.
Kísilverksmiðja PCC á Bakka. Fréttablaðið/Anton Brink

Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka á sjöunda tímanum í morgun. Búið er að slökkva eldinn en að sögn Henning Þórs Aðalmundssonar, aðstoðarslökkviliðsstóra slökkviliðs Norðurþings, kom eldurinn upp í mötunarsílói.

„Það stíflaðist hjá þeim mötunarsíló og það kom eldur upp inn í því. Það náðist að hefta alla útbreiðslu og það gekk bara greiðlega að slökkva,“ segir Henning.

„Þetta er mikill hiti frá ofninum. Það stíflast mötunarrörið og það kviknar í timburkurli sem þau nota í ofnana. Starfsmennirnir hér á Bakka voru búnir að slökkva í mestu þegar við mætum á staðinn.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.