Lífið

Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um ellefu hundruð manns eru að missa vinnuna vegna falls WOW.
Um ellefu hundruð manns eru að missa vinnuna vegna falls WOW.

WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst.

Öllu flugi félagsins var aflýst í nótt en seinasta flugferð WOW air var frá Keflavík til Detroit í gær samkvæmt Flight radar.

Ljóst er að fall WOW mun hafa afleiðingar hér á landi en ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu.

Flugfreyjur- og flugþjónar fyrirtækisins kveðja flugfélagið með söknuði á Instagram og tala allir um að tími þeirra hjá félaginu hafi verið lærdómsríkur og skemmtilegur eins og sjá má hér að neðan.

View this post on Instagram

Heartbroken Síðustu 6 ár hafa verið eintóm hamingja, gleði og endalaust stuð og ég gæfi allt til þess að halda ævintýrinu áfram. Er ólýsanlega þakklát fyrir þessa frábæru tíma og tækifæri sem WOW air gaf mér og ekki síst alla þá frábæru samstarfsfélaga og vini sem ég kynntist á leiðinni. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið sannkallaður rússíbani og ég er endalaust stolt af yfirmönnum mínum og samstarfsfólki sem börðust með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Þið eruð mögnuð. Takk fyrir öll stoppin, galleyslúðrið, skrifstofupartýin, markaðsverkefnin, morgunflugin, löngu námskeiðisdagana og lögfræðireynsluna. Takk fyrir allt WOW #wowair #wowaircrew

A post shared by Hildur Hilmarsdóttir (@hildurhilmars) on

View this post on Instagram

#wowair

A post shared by Fanney Svava Guðmundsdóttir (@fanneysvava) on

View this post on Instagram

Hlátur og bros hafa einkennt vinnustaðinn minn síðustu árin, ef vinnustað má kalla! Við vorum og erum ein stór fjölskylda þrátt fyrir vonbrigði dagsins og kveður maður meðlimi hennar með miklum söknuði Ísland er viðamikið land þó þjóðin sé lítil og er það einna helst það sem fær mann til að brosa í gegnum tárin sem renna niður vangana, að við munum enn rekast á hvort annað á vappi okkar um bæinn. Mögulega væri hægt að rita endalaust og uppfæra þennann pistil fram og til baka en það eina sem kemst að núna er ÞAKKLÆTI og ÁST fyrir að hafa fengið að upplifa þessa ævintýralegu fjölskyldu, fljúga með okkar frábæru gesti og síðast en ekki síst að vera á fjólubleikri flugvél í háloftunum Vonandi birtast tækifærin og öll okkar fáum byr undir báða vængi að nýju ... ýtum sköftunum fram og hefjum okkur til flugs að nýju á nýjum vettvangi! xoxo #wowair #wowaircrew #airbus #a321 #a320 #pinkplane #lovemyjob #sadday #iceland

A post shared by Valgeir Sigurjónsson (@vallisig) on

View this post on Instagram

#wowair

A post shared by Alda Rúnarsdóttir Lopez (@aldakaren07) on

View this post on Instagram

#wowair

A post shared by Brynja Ásgeirsdóttir (@brynjaasgeirs) on



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira