
HM-Pallborðið: Vonbrigðamót krufið til mergjar
Pallborðið á Vísi og Stöð 2 Vísi var helgað heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Mótinu er ekki lokið en íslenska landsliðið hefur aftur á móti lokið þátttöku sinni og var niðurstaðan 12. sæti.
Íþróttafréttamaður
Stefán Árni er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Pallborðið á Vísi og Stöð 2 Vísi var helgað heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Mótinu er ekki lokið en íslenska landsliðið hefur aftur á móti lokið þátttöku sinni og var niðurstaðan 12. sæti.
Það lá fyrir að Ísland myndi ekki komast í 8-liða úrslitin fyrir leikinn gegn Brasilíu. Lokaleikurinn í milliriðlinum og aðeins undir í hvaða sæti liðið endar á mótinu. Það gæti skipt máli upp á að komast í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika.
„Það var bara mjög gaman að koma inn í liðið og gott að fá sénsinn og traustið og mér fannst ég standa mig ágætlega,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður landsliðsins í handbolta, í viðtali við Vísi og Stöð 2 á hóteli landsliðsins í Gautaborg í gær.
Tímamótasamningur var undirritaður í Gautaborg í dag en hann er ætlaður til að styðja við bakið á afreksíþróttafólki á Íslandi. Vésteinn Hafteinsson mun flytja heim til Íslands og leiða verkefnið.
„Það var ömurleg tilfinning að sitja upp í stúku og horfa á leikinn. Það er ekkert verra að vera ekki í handboltaskónum og búningnum og geta ekki hjálpað liðinu,“ segir Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í viðtali við Vísi og Stöð 2 á hóteli landsliðsins í Gautaborg í dag.
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi.
„Mér líður illa og ég vill byrja á því að segja sorry við þjóðina,“ segir Elliði Snær Viðarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, sem tapaði fyrir Svíum 35-30 í öðrum leik liðsins í milliriðlinum.
„Ég er bara ferskur núna og er klár í slaginn fyrir leikinn,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.
„Það er æðislegt að geta hitt strákana aftur og komast líka á æfingu,“ segir Elvar Örn Jónsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir æfingu liðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.
Ísland og Svíþjóð mætast í öðrum leik þjóðanna í milliriðlinum á HM í handbolta í kvöld. Ísland þarf á sigri að halda ætli liðið sér í 8-liða úrslitin.