Innlent

Bein útsending: Léttum á umferðinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fundurinn stendur yfir til klukkan 11.
Fundurinn stendur yfir til klukkan 11. reykjavíkurborg
„Léttum á umferðinni“ er opið málþing um samgöngur og borgarhönnun í Reykjavík, sem nú fer fram í Tjarnarsal ráðhússins. Beina útsendingu frá þinginu má sjá hér að neðan.

Þar verða „sjálfbærar og snjallar lausnir, bætt heilsa og meiri gleði verður í fyrirrúmi,“ eins og segir í lýsingu viðburðarins. Fundarstjóri er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs og mun fundurinn standa yfir til klukkan 11Dagskrá:

9:00 - 9:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur opnunarerindi

9:30 - 11:00 Stuttar kynningar á ýmsum verkefnum og viðfangsefnum í samgöngum og borgarhönnun:

Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023

Ný heildarsýn í umferðaröryggismálum í Reykjavík – markmið og áherslur

- Höskuldur Kröyer, Trafkon

Borgarlína – undirbúningur og fyrstu áfangar

Staða undirbúnings Borgarlínu, verkefnin framundan og áfangaskipting framkvæmda

- Bryndís Friðriksdóttir, Vegagerðin

Micromobility: Lítil tæki fyrir stuttar ferðir

Hugmyndir um deilirafhjól og aðrar samgöngulausnir í Reykjavík

- Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi

Af hverju göngugötur?

Tilgangur og hugmyndafræði göngugatna í borgum

- Edda Ívarsdóttir, Reykjavíkurborg

Vogabyggð - borgarþróun með Borgarlínu

Kynning á frekari vinnslu hugmynda um þróun Vogabyggðar og Sæbrautar við Borgarlínu

- Sigríður Magnúsdóttir, Tröð.

Miklabraut í stokk við Kringlusvæðið

Kynning á hugmyndum um þróun Kringlusvæðisins með Miklubraut í stokk og Borgarlínu

- Samúel T. Pétursson, VSÓ Ráðgjöf
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.