Erlent

Svörtu kassarnir úr flugvél Ethiopian Airlines fundnir

Snæbjört Pálsdóttir skrifar
Alls fórust 157 manns í slysinu. Flestir voru kenískir og kanadískir ríkisborgarar
Alls fórust 157 manns í slysinu. Flestir voru kenískir og kanadískir ríkisborgarar Getty/Jemal Countess
Svörtu kassarnir úr flugvél Ethiopian Airlines, sem fórst í Eþíópíu í gær, eru fundnir. Þetta kemur fram í frétt BBC. Kassarnir innihalda upptökur úr flugstjórnarklefanum sem og tölulegar upplýsingar úr mælum vélarinnar. Vonast er til þess að kassarnir geti varpað ljósi á orsök slyssins. 

Flugvélin var á leið til Naíróbí frá Addis Ababa þegar vélin hrapaði við borgina Bishoftu, sex mínútum eftir flugtak. Allir 157 manns um borð fórust.

Forstjóri flugfélagsins, Tewolde GebreMariam, hefur gefið út að flugstjórinn hafði tilkynnt um tæknilega örðugleika og beðið um að snúa aftur til flugvallarins í Addis Ababa.

Sérfræðingar segja þó að ennþá sé of snemmt að geta sér til um hvað varð til þess að flugvélin hrapaði.

Kína, Eþíópía og Indónesía hafa kyrrsett allar vélar af sömu gerð. 

Fréttin hefur verið uppfærð, 


Tengdar fréttir

Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada

Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×