Eiður Smári: Þurfum að hætta þessari neikvæðni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 10:49 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21 í dag. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira