Lífið

Lygileg trix með skutlu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dude Perfect framleiða myndbönd sem vekja alltaf mikla athygli.
Dude Perfect framleiða myndbönd sem vekja alltaf mikla athygli.

Á YouTube-rásinni Dude Perfect má sjá heldur mögnuð tilþrif með skutlu í nýjasta myndbandi þeirra.

Um er að ræða eitt allra vinsælasta myndband á YouTube sem kemur líklega ekki á óvart þar sem öll myndböndin frá Dude Perfect slá í gegn.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á myndbandið um fimmtán milljón sinnum og er allt lagt í sölurnar við gerð þess.

Mennirnir fara í allskonar aðstæður með skutluna og er hugmyndunarflugið með hreinum ólíkindum. Myndbandið er unnið í samstarfi við fyrirtækið Whistle sem framleiðir skutlurnar.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.