Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 12:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnaði eins árs afmæli sínu í nóvember síðastliðnum með kökuboði í Ráðherrabústaðnum. vísir/vilhelm Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira
Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30
Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18