Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 11:00 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni 9. febrúar síðastliðinn en Davíð Karl bróðir hans segir fjölskyldu hans langt frá því að hafa gefist upp á leitinni. „Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira