Sport

Till: Ætla að eyða sál Masvidal

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Það voru stælar í köppunum í gær.
Það voru stælar í köppunum í gær. vísir/getty

Það er aðeins sólarhringur í bardaga Gunnars Nelson gegn Leon Edwards í London. Kapparnir náðu báðir réttri þyngd og eru því tilbúnir í slaginn.

Vigtunin fór fram klukkan níu í morgun og höfðu kapparnir tvo tíma til þess að stíga á vigtina. ekki reyndist þörf á að nýta allan tímann því allt var búið eftir 70 mínútur.

Gunnar Nelson var næstsíðastur á vigtina rétt upp úr 10. Rjóður í framan eftir að hafa verið í heitu baði og pakkað svo inn í handklæði. Edwards var aftur á móti mættur á vigtina rétt upp úr níu.

Kapparnir í aðalbardaganum, Darren Till og Jorge Masvidal, náðu líka þyngd en þó með naumindum. Báðir eru þeir miklir ruslakjaftar en hafa þó sýnt hvor öðrum virðingu. Þeir spara þó ekki stóru orðin í aðdraganda bardagans og sjá má þá tvo rífa kjaft í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London á morgun. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.


Klippa: Gunnars Nelson tilbúinn í slaginn
 


Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.